Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég nefni þetta því að samhengið fyrir efnislega umræðu þingsins skiptir máli. Já, það er hægt að fara í stefnubreytingar hvenær sem er, en ef það á að fara í stórorkunotkunarstefnu, sama í hvaða geira það er, þá er það ákveðin skuldbinding ef það er unnið í þá átt. Við könnumst alveg við það í umræðum um orkupakkann t.d. að ef farið væri í einhvers konar umræður um orkunotkun og eitthvert samstarfsferli komið af stað og síðan gerð stefnubreyting gagnvart því þá gæti komið fram skaðabótakrafa í eina eða aðra átt ef fallið væri frá slíkum áformum. Það fer eftir hversu langt það væri komið. Þannig að stefna stjórnvalda skiptir máli í stóra samhenginu um það hversu mikið þarf í raun og veru að virkja og þá hefur það áhrif á forgangsröðunina.