Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[14:31]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú fer ég fyrst verða verulega áhyggjufull. Nú stöndum við frammi fyrir því að því er lýst að það er vilji alla vega einhverra hv. þingmanna Framsóknarflokksins að færa kosti úr verndarflokki í biðflokk. Það gengur þvert á aðferðafræði áætlunarinnar, tilgang hennar og markmið. Ég vona bara að það verði ekki þannig í hv. umhverfis- og samgöngunefnd að þar þurfi minni hlutinn annars vegar að taka „debatt“ við meiri hlutann og hins vegar síðan við Framsóknarflokkinn um það hvernig þetta eigi að vera af því að þá verður „galskab i systemet“ og nóg var nú fyrir.