Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[14:19]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér stend ég og get ekki annað en ég get ekki talað fyrir allan þingflokkinn. Einhverjir þingmenn innan þingflokksins hafa örugglega mótað sér ákveðna skoðun á því hvernig þeir vilja sjá breytingar á rammaáætluninni en ég geng óbundin inn í umhverfisnefnd um þetta mál og vonast til að þar verði góð og upplýsandi umræða og að ég geti tekið ákvörðun þar um hverju ég vil sjá breytt. Ég hef gert grein fyrir þessum fyrirvara þingflokksins í heild, að við viljum sjá ákveðnar breytingar sem við gerum okkur kannski öll væntingar um þegar við göngum til nefndastarfa. Hvort sem við viljum sjá hana óbreytta eða ekki þá verður vinnsla málsins alltaf þannig að við leggjum áherslu á þetta. Hver niðurstaðan verður og hvaða boðskap ég kem með inn í nefndina frá þingflokknum er ómótað.