151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

skattar og gjöld.

314. mál
[15:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni greiðum atkvæði gegn þessari breytingartillögu en hefðum stutt greinina eins og hún var í frumvarpinu því að þar var gert ráð fyrir að þessi afsláttur félli niður. Ég er mjög hissa á því að meiri hlutinn ætli að samþykkja þetta þegar hæstv. forsætisráðherra er nýbúin að tala um metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, eins og hún kallar það sjálf, að þá skuli flokksmenn þeirra sem skipa hér stjórnarflokkana ákveða að búa til hvata í hina áttina. Þarna er einhvern veginn verið að stilla saman hvötum, annars vegar til að kaupa mengandi bíla og hins vegar til þess að kaupa ekki mengandi bíla. Það er ekki í neinu samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar og ég er mjög hissa á því að hún skuli samþykkja þetta eins og það stendur hér.