146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

áfengisfrumvarp.

160. mál
[17:11]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og ráðherra. Í umræðu fyrir fáeinum dögum sýndi ég fram á samantekt 87 rannsókna í 12 löndum sem sýna greinileg tengsl milli aðgengis að áfengi í verslun og ofbeldisverka, einnig milli verðs og þess sama. Hið sama má segja um tengsl aðgengis og annarra neikvæðra samfélagsvandamála.

Þá spyr ég: Dugar ekki þessi vísindalega sannaða lýðheilsufræðilega ógn til þess að hæstv. heilbrigðisráðherra taki afstöðu með núverandi grunnsölustefnu og gegn grunnhugsun frumvarpsins? Þetta er mjög einföld spurning og krefst mjög einfalds svars.