145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

fangelsismál.

[10:59]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Ég get alveg tekið undir það með hv. þingmanni, virðulegi forseti, að það sé mikilvægt að huga einmitt að þessum þætti mála líka. Það er sjálfsagt að upplýsa það, sem ég held að öllum sé svo sem kunnugt, að það hefur ekki alltaf gengið nógu vel hjá okkur að fá til dæmis lækna til starfa í fangelsum landsins. Við höfum haft áhyggjur af geðheilbrigðismálum fanga. Við höfum rætt það nokkuð í þingsölum líka og við erum einmitt núna í vinnu á því sviði milli ráðuneyta til þess að reyna að ná kerfinu saman af því að það skiptir líka máli að líta til þeirra þátta. Það er erfitt fyrir fangelsisyfirvöld að glíma við slíka veikleika þegar fangar eiga við sálræna erfiðleika að etja án þess að hafa þar til bæra aðila til aðstoðar. Það er alveg augljóst að þar þarf að bæta úr. Það er verið að reyna að ná mönnum saman til að ná (Forseti hringir.) betri árangri þar.