149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[18:40]
Horfa

Alex B. Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði einmitt að taka undir orð Birgis Ármannssonar um að þessi breyting varðar það að efla getu framkvæmdarvaldsins til stefnumótunar og stefnumótun felst m.a. í skynsamlegri nýtingu á almannafé. Þessi mál eru þess eðlis, um það snýst skipting þess ráðuneytis sem hv. þingmaður minntist á með velferðar- og félagsmálin. Þarna eru gríðarlega stórar upphæðir og gríðarlega krefjandi verkefni sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að vinna í og taka verulega á og hefur strax aukið fjármagnið töluvert. Eins hefur hún farið í skynsamlega grunnvinnu um það hvernig fjármagnið nýtist best. Það er kannski það sem hefur oft verið gagnrýnt hingað til, að við höfum verið að eyða 10 kr. þegar við hefðum kannski getað eytt einni krónu á fyrri stigum málsins og sparað fólki annaðhvort erfiðleika í framtíðinni eða fé.