150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[15:44]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Við þekkjum kjarna málsins í samkomulaginu. Það er afgjald fyrir þessar eignir. Það er kjarni málsins og hv. þingmaður þekkir það. Á grundvelli þess er þetta samkomulag gert, það er gert á grundvelli samkomulags frá 1907, sem er síðan gert 1997 þegar full eignatilfærsla verður. Fyrst er það umsjón með kirkjueignunum 1907 og síðan er það eign ríkisins á kirkjujörðunum 1997 eins og við þekkjum. Þetta er samkomulagið og á því byggir þetta nýja samkomulag.

Ég nefndi þessa þjónustu sérstaklega, ég er kannski ekki beint að segja að þetta sé þjónustusamningur, kannski ekki hægt að orða það þannig, heldur veitir kirkjan þjónustu sem er mikilvæg í samfélagi okkar að mínu mati. Eins og ég rakti hér veitir kirkjan margvíslega þjónustu (Forseti hringir.) sem öll þjóðin nýtur góðs af. Það er bara einu sinni þannig.