148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:07]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Sumt er ekki bara spurning um tækni og nálgun á fræðilegum nótum, sumt er bara spurning um ákveðna hugmyndafræði. Ég játa að mín hugmyndafræði á þessum stað í hagsveiflunni, á þessum stað í því hvernig málefni opinberra fjármála birtast mér, er sú að það sé einfaldlega rétt að nota allt það fjármagn sem til fellur fyrir utan reglulegan rekstur ríkisins í að greiða niður skuldir. Það gæti verið að sá tími kæmi að það væri ekki niðurstaða mín. En sem stendur þá er ég á þeirri skoðun að þetta sé rétt.

Ef þingmanninum finnst þetta of langt gengið og of fortakslaust, sem ég get vel skilið, þá hvet ég hann til þess að greiða atkvæði sér um þessa tillögu, samfellt hinar tvær, en ekki fallast á 3. tölulið tillögunnar.