144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

ósk um fund með stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins.

[13:34]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil bera mig upp við virðulegan forseta vegna þess að í efnahags- og viðskiptanefnd höfum við ítrekað reynt á undanförnum vikum að fá á fund nefndarinnar stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins til þess að fjalla um þá stöðu sem upp er komin eftir ítrekaðan fréttaflutning af málum sem hún hefur á fyrri tíð komið að og varða sölu á eignum í fyrri störfum hennar. Við höfum fengið þau svör við þeirri margítrekuðu málaleitan að hún hyggist ljúka störfum í kjölfar stjórnarfundar í Fjármálaeftirlitinu 3. desember. Hún hefur ekki fundið hjá sér tíma til þess að mæta fyrir nefndina á þeim tímum sem gefinn hefur verið kostur á. Svo heyrum við það frá Fjármálaeftirlitinu að hún sitji sem fastast sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.

Ef menn ætla að víkja úr starfi þá þurfa þeir að víkja úr starfi. Þeir geta ekki setið í starfi og virt að vettugi eftirlitshlutverk Alþingis og rétt þingnefnda til þess að kalla trúnaðarmenn stjórnvalda á sinn fund.(Forseti hringir.)