144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Nú á fimmtudaginn í síðustu viku bað ég forsvarsmenn heilbrigðisstofnana að senda upplýsingar um hvað vantar umfram það sem er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu og breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar. Niðurstöðurnar sem komu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri voru að það vantar 55 milljónir. Meiri hluti fjárlaganefndar er búinn að bæta í um 50 milljónir en það vantar enn 55 milljónir þar ofan á. Meiri hluti fjárlaganefndar hefur komið til hálfs til móts við þá þörf sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar telja nauðsynlega. Þetta eru 55 milljónir. Forsætisráðherra virðist geta flutt stofnanir á milli og fjöll jafnvel. Getur hann ekki flutt þetta líka yfir á Sjúkrahúsið á Akureyri?