144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:34]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Vaxandi greiðsluþátttaka sjúklinga ætti að vera okkur öllum áhyggjuefni. Tölur sýna og rannsóknir sýna að æ fleiri fresta því að leita sér lækninga eða sækja lyf af fjárhagsástæðum. Það ætti að vera okkur umhugsunarefni að þessi gjöld hafi vaxið núna á undanförnum tveimur árum um 1,9 milljarða í gegnum ýmis komugjöld, lyfjagjöld og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það ætti líka að vera okkur áhyggjuefni að greiðsluþátttakan hefur almennt vaxið undanfarin ár líka í gegnum breytt vinnulag í heilbrigðiskerfinu.

Ég heiti á hv. þingmenn að taka höndum saman og snúa þessari þróun við. Við getum ekki verið þekkt fyrir það að fólk skirrist við að leita sér lækninga af fjárhagsástæðum. Það er alvarleg breyting á okkar samfélagi og ég segi já við þessari tillögu.