150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[14:42]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka velferðarnefnd fyrir vinnu við málið. Ég fagna því mjög að það sé að koma til lokaatkvæðagreiðslu. Það eru nefnilega mikil sóknarfæri fólgin í stofnanakerfinu okkar, að auka slagkraft málaflokkanna með því að stækka ríkisstofnanir og fækka þeim. Markmiðið með þessu er líka að fá aukinn slagkraft í þá málaflokka sem þarna eru undir, bæði húsnæðis- og mannvirkjamálin, sem er algjört lykilatriði í því að ná stöðugleika til lengri tíma litið, m.a. á húsnæðismarkaði. Ég bind miklar vonir við þetta mál og fagna því mjög að þingið samþykki hér þetta frumvarp og að við skulum sjá nýja og öfluga Húsnæðis- og mannvirkjastofnun taka til starfa strax 1. janúar.