150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

7. mál
[15:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Ég tek undir með kollegum mínum. Þetta er gríðarlega mikilvæg réttindavernd fyrir almenna borgara af því að lögreglan má beita valdi sem er nauðsynlegt til að hún geti sinnt því hlutverki sínu að vernda öryggi borgaranna. Jafnframt er þetta svo mikilvægt fyrir þá sem vilja starfa af heilindum í lögreglunni. Við höfum séð í gegnum árin að það eru skemmd epli hér og þar innan lögreglunnar eins og annars staðar og það skemmir út frá sér þannig að þetta er einmitt og sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem virkilega vilja sinna lögreglustarfi af heilindum og vandvirkni. Þetta verndar þá og þetta verndar okkur öll.