Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[22:26]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að ítreka hluta af því sem ég sagði þegar ég kom hingað upp í fundarstjórn áðan. Núna eftir þessa dagskrárbreytingu sem átti sér stað á mjög stuttum tíma og með mjög skömmum fyrirvara veltir maður einfaldlega fyrir sér hvert sé plan næstu daga, hvenær við munum klára þessar umræður og atkvæðagreiðslur sem við þurfum að klára áður en þingið fer í jólafrí. Tíminn er skammur og mörg mál eru á dagskrá sem á eftir að klára. Ég hefði haldið að við myndum nota tímann sem við höfum hér í kvöld, fyrst allir voru komnir saman í atkvæðagreiðslu, til að klára málin sem eru á dagskrá. En ég velti einfaldlega fyrir mér hvert planið sé og hvort það sé enn þá að klára öll mál fyrir föstudaginn þann 16.