149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

umboðsmaður barna.

156. mál
[11:29]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Framlagðar breytingar á lögum um umboðsmann barna eru til mikilla bóta. Í 2. gr. laganna kemur fram að umboðsmaður barna skuli hafa embættispróf í lögfræði. Það vekur furðu mína að þegar frumvarpið var smíðað í upphafi skyldi ekki hafa verið farið fram á að umboðsmaður barna hefði uppeldismenntun. Það er skoðun mín að svo eigi að vera, en ég mun styðja frumvarpið.