149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa.

266. mál
[14:53]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um mikilvægt framfaraskref að ræða í heilbrigðismálum. Hér erum við í raun að stíga skref sem verður til þess að efla teymisvinnu í heilbrigðiskerfinu, skref sem er til mikilla bóta. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka nefndinni fyrir afar góða vinnu. Við erum að stíga skref í áttina til bætts kynheilbrigðis og betri nýtingar á fjölbreyttri fagþekkingu í heilbrigðiskerfinu. Er það í samræmi við það sem við sjáum sífellt meiri áherslu lagða á, að fjölbreyttar fagstéttir vinni betur saman, að meiri teymisvinna sé milli ólíkra stétta og allt í þágu þess að bæta kynheilbrigði í landinu.

Það er mér sérstök ánægja að standa fyrir því að þessi lög nái hér landi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)