153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[15:18]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér erum við að ræða um NPA og ég kem aðallega hingað upp til þess að leiðrétta þann misskilning sem hefur verið í gangi að stór hluti af kostnaði sveitarfélaganna vegna þessa máls, talað er um 9–15 milljarða, sé vegna NPA. Það er bara ekki rétt. Það er ekki nema rétt 20%. Stærsti kostnaðarliðurinn þarna inni er vegna barna með þroska- og geðraskanir og alls konar annarra mála. Við skulum hafa hlutina rétta, kennum ekki NPA um alla þessa skuldastöðu hjá sveitarfélögunum. Þetta eru mál sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin eiga að leysa, þau eiga að reikna rétt. Það er ekki fötluðu fólki að kenna ef sveitarfélögin og ríkið segja að tveir plús tveir séu þrír. Það er þeim sjálfum að kenna vegna þess að þau kunna ekki að reikna.