154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:08]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegur forseti. Það er ánægjulegt að sjá að það er verið að leggja fjármagn til þess að styðja við bændur sem í dag berjast í bökkum við það að halda rekstrinum gangandi. Það er von mín að þetta sé einungis fyrsta aðgerðin sem ríkisstjórnin leggur til til þess að styðja við bændur, sérstaklega unga bændur sem búa við mikinn vanda nú vegna hárra vaxta og verðbólgu.