145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:26]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Menn geta komið hingað og slegið sér til riddara og barið í borðið og reynt að gera mín orð að sínum.

Þetta voru orð hv. þingmanns og hans munnsöfnuður eins og hann er frægur fyrir, þessi hv. þingmaður.

Það sem ég er að segja, rökin hjá mér — ég er ekki að segja að umræddur hópur sé of sæll af þessum bótum, en þegar bætur eru orðnar hærri en lágmarkslaun þá gæti ég sætt mig við það að … (Gripið fram í.) Tölurnar tala sínu máli. (Gripið fram í.) Þegar bætur eru orðnar hærri en lágmarkslaun þá (Gripið fram í: Þá er komið nóg.) mundi ég segja — við skulum þá frekar snúa okkur að því að hækka lægstu laun. (Gripið fram í.) Hækkum lægstu launin áður en við förum með bæturnar yfir þau. (BjG: Þú hefðir getað setið fund með okkur í dag.) (Gripið fram í.)