137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

störf þingsins.

[13:38]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Virðulegur forseti. Það er varla hægt að sitja undir orðræðu eins og þeirri sem hér var viðhöfð og ég undrast að forseti skuli láta þessa ræðu óátalda. Ég vil upplýsa vegna þess sem þingmaðurinn sagði að um þetta álitamál er m.a. fjallað í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar til fjárlaganefndar og það mál er þar til umfjöllunar. Þingheimi er kunnugt um að þetta álitamál eins og önnur eru til umfjöllunar hjá fjárlaganefnd og ég mun ekki tjá mig frekar um það mál (Gripið fram í.) í ræðustól.