145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér var mjög góð umræða fram til rúmlega þrjú í nótt og ég er viss um að félagar mínir sem hér voru taka undir það með mér að þeirri umræðu hefði enginn viljað missa af fyrir nokkurn pening því að hún var mjög ánægjuleg, skelegg og djúp og það komu fram margar upplýsingar sem eru til gagns. Ég veit það og býst við því að í kvöld og nótt munum við heyra enn fleiri og betri ræður og ég hlakka til. Þannig að ég styð þá tillögu forseta eindregið að hér verði fundað fram yfir miðnætti, langt fram yfir miðnætti. Ef eitthvað er þá held ég að fundurinn í nótt hafi verið í styttra lagi, umræðurnar gengu vel og hefðu vel getað staðið til svona hálffimm í morgun að skaðlausu. Ég brýni menn því til þess að halda áfram og tala eins lengi eins og þeir þurfa. Hversu lengi það er vita þeir einir.