143. löggjafarþing — 67. fundur,  24. feb. 2014.

lengd þingfundar.

[16:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég leggst gegn því, eins og þingflokkur Samfylkingarinnar allur, að það verði kvöldfundur til þess að ræða skýrsluna hér í kvöld. Það er engin ástæða til þess, ég sé ekki rökin fyrir því að við ræðum skýrsluna fram á nótt. Af hverju liggur okkur svona á? Á morgun getum við rætt alveg til miðnættis, þá er nægur tími og ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi.

Hæstv. forseti hefur ekki svarað því af hverju svona mikið liggi á. Af hverju við þurfum núna að efna til kvöldfundar til að ræða skýrslu sem reyndar fulltrúar í hæstv. ríkisstjórn hafa lýst sem ekki mikilvægu gagni og reyndar þurfi ekki að taka tillit til þegar þeir leggja fram tillögur í stórum málum?

Ég segi nei.