151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

602. mál
[15:37]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum að styrkja meðferð allra þessara mála. Varðandi mál þeirra, og þeim hefur fjölgað, sem þurfa á alþjóðlegri vernd að halda og hafa hana hvergi annars staðar, sá málsmeðferðartími gæti styst til hagsbóta fyrir þann hóp sem almennt leiðir til jákvæðrar niðurstöðu samkvæmt almennri skilgreiningu sem er eins víða um Evrópu. Varðandi hópinn sem hefur hlotið alþjóðlega vernd erum við að gera löggjöf okkar sambærilega löggjöf landanna í kringum okkur og alls staðar í Evrópu, þar sem þau fá ekki sérstaka skoðun á sínum málum heldur setjum við þau í þann farveg að geta sótt hér um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna ef ástæður eru slíkar, í stað þess að veita fólkinu aftur efnislega meðferð í máli sem myndi almennt einnig leiða til alþjóðlegrar verndar því að þá er horft á upprunaríki.