149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:41]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Halldóru Mogensen andsvarið. Ég vil fyrst taka skýrt fram að hér er ekki verið að gefa peninga. Það er verið að styðja við bakið á konum sem hafa ekki fengið stuðning frá hinu opinbera í aðstæðum sem eru vissulega erfiðar, ég dreg alls ekki úr því. Það er verið að gera þeim kleift að leita sér aðstoðar. Eins og ég nefndi í ræðunni áðan geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að kona sem verður fyrir óvelkominni þungun getur ekki hugsað sér að fara í fóstureyðingu, (Forseti hringir.) vill því fæða barnið en getur ekki alið önn fyrir því, eins og ég nefndi í ræðunni. Styrkurinn er fyrst og fremst hugsaður til að mæta kostnaði í þeim efnum.

Ég get komið nánar inn á staðgönguumræðuna í síðara andsvari.