149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika.

549. mál
[14:03]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er því ósammála. Eins og ég sagði áðan held ég að slíkir rammar eða gólf, hvað sem við köllum það, eigi þá heima í einhvers konar vinnuverndarlöggjöf. Nú skal ég viðurkenna að ég hef ekki lesið mér sérstaklega vel til í lögum sem heita lög um hollustuhætti, aðbúnað og vinnutíma. En IX. kafli, sem fjallar um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma, er ansi langur og ítarlegur og þar eru ansi margar greinar undir um lögbundinn frítíma á milli og svona.

Ég hefði mælst til þess, og líka bara til að skýra lagaumhverfi, bæði fyrir þá sem stunda vinnu úti á markaði og atvinnurekendur, hvaða lög gilda, að þetta væri þá allt skýrt í einum pakka sem í mínum huga ætti að vera einhvers konar vinnuverndarlög.