Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:47]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Forseti útskýrði hér áðan af hverju svör hans eru mörg og misvísandi, það er vegna þess að spurningarnar eru margar og misvísandi. Mér þykir leitt að bæta á þá hrúgu. Það liggur sem sagt fyrir að það liggur ekki fyrir hvort það sé forsætisnefnd sem ákveður birtinguna eða forseti, hvort hann eigi að birta eða sé það heimilt. Spurningin er þá þessi: Að mati forseta, er settum ríkisendurskoðanda sem óskar eftir birtingunni það heimilt að senda á þingmenn? (Gripið fram í.) Í ljósi þess að ég geri frekar ráð fyrir að svarið sé jákvætt, þá er netfangið mitt hannakatrin@althingi.is, og ég óska eftir þessari skýrslu, takk.