150. löggjafarþing — 71. fundur,  12. mars 2020.

aðstoð við þá sem minnst mega sín.

[11:00]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek bara undir með hv. þingmanni og að því er unnið. Við höfum til að mynda í þessari viku verið í miklum samskiptum við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna þess að hluti af því sem þingmaðurinn nefnir er auðvitað á hendi sveitarfélaganna og við höfum verið að ræða það hvernig ríki og sveitarfélög þurfa að koma saman sérstaklega að því sem lýtur að félagsmálahlutanum. Staðreyndin er sú að mikið af þeirri þjónustu er á hendi þeirra og þó að félagsmálaráðherra og þetta stjórnvald hafi ákveðið það sem er á þess könnu hafa sveitarfélögin aðra hluti. Þar hefur líka þurft að fara í samtal og aðgerðir með það að markmiði að samræma það hvernig sveitarfélög sinna þjónustu sinni. En eins og ég segi, við erum að hlaupa í þessu og munum gera það áfram og frétta er að vænta innan ekki svo langs tíma.