153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

staða Sjúkrahússins á Akureyri.

[15:17]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég kom því kannski ekki nægilega skýrt að en SAk fékk 250 milljóna viðbót inn á þetta ár og við mættum því. (Gripið fram í.) Svo komu inn 900 milljónir með fjáraukalagaframlagi og allt eru þetta fjármunir þó að við séum að tala um fjárfestingu.

Varðandi legurýmin — mér hefur ekki gefist kostur á að hlusta á viðtalið við lækninn sem hv. þingmaður kom inn á — þá er grein í Læknablaðinu þar sem er verið að skrifa um þetta risastóra mál. Hinn vestræni heimur fór í mjög gagngerða fækkun á legurýmum fyrir u.þ.b. 20–30 árum. Við erum með 2,85 legurými á hverja 1.000 íbúa sem er sambærilegt við Norðurlöndin en mun hærra annars staðar í Evrópu. Við þurfum að taka mjög skynsamlegar ákvarðanir þegar við reisum nýjan Landspítala um hvað við gerum við aðrar byggingar. (Forseti hringir.) Það er í skoðun í NLSH-stýrihópnum og hjá NLSH ohf. En það er rétt að þarna þurfum við að vanda okkur vel.