133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[12:17]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg augljóst að hv. þingmaður hefur ekki kynnt sér áætlunina til fullnustu. Það kemur alveg skýrt fram að hann er afskaplega vel að sér um hvað kostar að endurbyggja Suðurlandsveginn. Það kemur fram í áætluninni. Það er gert ráð fyrir fjármunum inn í áætlunina á fyrstu tveimur tímabilunum til að tvöfalda Suðurlandsveg. Ef þingmaðurinn fer ofan í þetta áttar hann sig á því að hverju er stefnt í þeim efnum.