140. löggjafarþing — 73. fundur,  14. mars 2012.

fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.

341. mál
[16:53]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka hér örstutt til máls þar sem ég átti ekki þess kost að vera við fyrri umræðu málsins. Ég vil lýsa ánægju minni með að við séum að ljúka málinu með þessum hætti vegna þess að ef það er eitthvað sem við eigum öll að taka höndum saman um — og ég fagna því að við erum að því hér — þá er það þegar börnin okkar eiga á hættu að verða fyrir einhvers konar misbeitingu og þá sérstaklega jafn ógeðfelldri og við erum að berjast hér gegn, kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum.

Röksemdirnar fyrir þessu koma skýrt fram í nefndarálitinu og ætla ég ekki að fara að endurtaka þær heldur vildi ég einungis koma hingað til að lýsa ánægju minni og fullum stuðningi við þetta mál.