150. löggjafarþing — 76. fundur,  17. mars 2020.

staða námsmanna.

[14:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það gleður mig að heyra að námsmenn eru á borðinu, alla vega í þetta skiptið, því að eins og sagt var í ræðu hv. þm. Halldóru Mogensen áðan, hræða sporin pínulítið, alltaf. En það er gott að reynsla okkar af því að glíma við síðasta hrun er ekki eldri en þetta í rauninni. Við erum, má segja, hokin af reynslu af því að glíma við efnahagsvandamál. En efnahagslægðin núna er öðruvísi en síðasta lægð. Forsendur hennar, skuldsetningin þá, er á öðrum nótum en hún verður núna. Það er ekki endilega fyrirsjáanlegt, þó að það hafi ekki endilega verið það síðast, en við kláruðum að vissu leyti skuldirnar frá síðustu efnahagslægð, að við höfum það úrræði núna. Ég sé svona ákveðinn skort í nýsköpuninni að undanförnu, en ég vona innilega að við (Forseti hringir.) nýtum þetta tækifæri til að setja í háa gírinn í menntakerfinu, í nýsköpunariðnaðinum, (Forseti hringir.) til að ná góðri uppbyggingu og þessari fjórðu stoð (Forseti hringir.) sem var lofað hér fyrir einhverjum árum.