151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign.

700. mál
[16:58]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það finnst glöggt að það eru miklar áhyggjur meðal eldri borgara vegna þessa frumvarps, sérstaklega vegna 6. gr. þess. Það sést af fréttum m.a. í Morgunblaðinu að verkalýðshreyfingin hefur áhyggjur af því og sömuleiðis af hækkun á lífeyrisaldri úr 16 í 18 ár, og svo vegna mála sjómanna. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra vegna 6. gr. sérstaklega, um að verðtryggingin eigi ekki reiknast mánaðarlega heldur árlega, að ekki er gerð grein fyrir því í frumvarpinu hvert er tilefni og tilgangur þeirrar breytingar og það fylgir ekki nein greinargerð um áhrif á sjóðfélaga, áhrif á fjárhagsstöðu sjóðanna eða þess vegna ríkissjóðs. Þannig að ég óska eftir skýringum hæstv. ráðherra á þessum atriðum.