151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn á meðferðarheimili.

[13:29]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Hún er auðvitað ekkert leyndarmál tillagan sem ég lagði fyrir ríkisstjórn um að þetta mál yrði rannsakað. Það er algerlega skýrt og það er sú beiðni sem fór til Gæða- og eftirlitsstofnunar. Það er síðan í höndum stofnunarinnar sjálfrar með hvaða hætti hún formar rannsókn sína. Verkefnið sem hún fær er að skoða hvort og með hvaða hætti þarna hefur átt sér stað það ofbeldi sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Ég held að ekki sé skynsamlegt að pólitískur ráðherra sé að tjá sig um rannsóknina, um efni hennar, um erindi, um einstaka málsatvik, heldur eigi að fela það þessari sjálfstæðu eftirlitsstofnun. Og þegar niðurstöður koma úr því mun að sjálfsögðu verða tekin ákvörðun um framhaldið í því máli. Það er hinn faglegi formlegi vettvangur sem þetta mál er komið í. Ég tjáði þeim konum sem höfðu samband við mig að við ætluðum að setja formlega rannsókn af stað. Hún er komin af stað, pólitíkin mun ekki skipta sér af henni með nokkrum hætti (Forseti hringir.) og ég treysti sjálfstæðri gæða- og eftirlitsstofnun til að sinna því verkefni.