151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

trúnaður um skýrslu.

[15:01]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hér í ræðustól til að mótmæla því sem hér hefur verið sagt, að það sé algengara en ekki að hér sé trúnaður brotinn. Það er rangt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það kemur þó fyrir að eitthvað gerist eins og varðandi þessa skýrslu. Nú veit ég ekki hvaðan hún hefur lekið eða hver stendur fyrir því. Það getur hins vegar ekki verið svo að trúnaður nái yfir umfjallanir í fjölmiðlum sem öllum eru aðgengilegar. Hv. formaður velferðarnefndar situr hvorki í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd né í umhverfis- og samgöngunefnd. Hún var hins vegar sú sem samdi skýrslubeiðnina og fór fyrir henni. Fréttamenn spyrja út í það sem stendur á öllum vefmiðlum og öllum er aðgengilegt og hún svarar þeim spurningum. Trúnaður getur ekki gengið út yfir gröf og dauða, segi ég nú bara, herra forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)