145. löggjafarþing — 8. fundur,  17. sept. 2015.

landsskipulagsstefna 2015--2026.

101. mál
[13:49]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrirspurnina. Mér þykir leitt ef okkur hefur láðst að samræma þarna, en hugur minn stóð til þess að flytja fyrst framsögu fyrir náttúruverndinni þannig að það væri upphafið. Við munum skoða þetta varðandi utanvegaaksturinn.

Það er rétt sem þingmaðurinn gat um að við erum að beina því til Vegagerðarinnar að allir slóðar séu þar kortlagðir í þeirra vefsjá.

Mér er ekki kunnugt um annað en að við undirbúning hafi einn af þeim fjölmörgu sem leitað var til verið náttúruverndarsamtök í upphafi þessarar vinnu. Þingmanninum er kannski kunnugt um eitthvað annað en þeirri sem hér stendur.