149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:39]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Svo ég komi nú inn á það sem ég var að reyna að koma út úr mér áðan í lok fyrra andsvars varðandi forræðishyggju. Það eru tilgreindir nokkrir liðir í 20. gr., hvað má og hvað má ekki sem tengist áfengisneyslu og ég ætla ekkert að fara frekar yfir það. Telur þingmaðurinn þennan texta í 20. gr. ekki falla undir forræðishyggju?