154. löggjafarþing — 80. fundur,  5. mars 2024.

barnaverndarlög.

629. mál
[17:41]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, er varðar endurgreiðslur. Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund gesti frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Nefndinni bárust engar umsagnir um málið.

Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á 15. gr. barnaverndarlaga í því skyni að skýra nánar þær reglur sem gilda um endurgreiðslur ríkissjóðs vegna barnaverndarþjónustu sem er, samkvæmt lögunum, veitt börnum sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi eða börnum sem eru án forsjáraðila sinna og hafa hlotið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Guðbrandur Einarsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur áliti þessu. Annars rita undir þetta álit sú sem hér stendur og hv. þingmenn Jóhann Páll Jóhannsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason, Ásmundur Friðriksson, Guðmundur Ingi Kristinsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.