139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:55]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég skal ekki segja um hver skipar öðrum fyrir í Sjálfstæðisflokknum. Það vekur einfaldlega athygli mína að í erfiðum málum af þessu tagi hafa 16 þingmenn Sjálfstæðisflokksins (Gripið fram í.) komist að sömu niðurstöðu í málum (Gripið fram í.) sem eru mikil álitamál. Kannski er Sjálfstæðisflokkurinn búinn til í kringum einhverja tiltekna skoðun í lagalegum efnum (Gripið fram í.) og það kemur fram í þessu.

Ég rakti aðrar ástæður sem mér þóttu sennilegri fyrir þessu í ræðu minni. Að öðru ósönnuðu tel ég að þær ástæður séu kannski réttari, nefnilega þær að Sjálfstæðisflokkurinn vilji umfram allt varðveita vald sitt í þágu þeirra hagsmuna sem hann reynir að gæta og telur að því valdi sé allra síst fyrir komið hjá (Gripið fram í: … ef þú ert búinn að gleyma því.) almenningi, hjá fólkinu í landinu (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) og fulltrúum þess.