140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[19:28]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Er róttækara að fara með einhvern kost úr nýtingu í bið eða úr bið í nýtingu? Það var spurningin ef ég skildi þetta rétt — eða öfugt — eða í verndun.

Eins og þingmaðurinn orðaði spurninguna hljómaði hún þannig að það væri mun róttækara að fara með kost úr bið í nýtingu eða úr bið í verndun en ég held að það þurfi að meta þau rök sem að baki búa. Ég er ekki viss um að það sé einfaldlega róttækara. Ef hægt er að færa rök fyrir því að það geti hjálpað mörgum samfélögum að fara af stað með einhver verkefni getur vel verið að þau rök eigi einfaldlega að vega sterkar en rökin fyrir því að setja málið í bið. Þetta þarf að vega og meta að mínu viti, hvert og eitt. Það má eflaust færa fyrir því rök að hitt sé róttækara, að fara þá leiðina.

Hvenær hófust pólitísk afskipti af þessu máli? Auðvitað (Forseti hringir.) er tillagan öll eða umgjörðin öll pólitísk en ráðherrarnir tveir (Forseti hringir.) settu að mínu viti óþarfa pólitískan stimpil á þetta til að stefna málinu í uppnám.