144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[12:36]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Leigupottur hefur alltaf þann galla, eins og hefur komið hérna fram, að það verða alltaf þeir stærstu sem — (LRM: … skipta jafnt.) já, það eru alltaf einhverjir stærstir í hverjum flokki fyrir sig, þú þekkir það. Í smábátakerfinu eru komnir stórir aðilar þannig að eðli málsins samkvæmt eru það alltaf þeir stærstu innan hvers flokks eða hvernig sem við höfum það þannig að ég er ekki hlynntur því.

Rækjubætur, þetta er hlutdeild og það segir sig sjálft að ef afkoman verður núll er hlutdeild þess sem er með einhverja ákveðna hlutdeild núll. Ég get ekki séð hvernig einhverjar bætur eigi að koma þar fyrir þannig að ég hræðist það ekki.

Varðandi spurninguna áðan, hvort smábátamenn eða menn fari út með einhverjar milljónir þó að þeir fái (Forseti hringir.) einhverja úthlutun á 20 eða 50 tonn, segir það sig sjálft að það er ekki hagkvæmt að veiða makríl með 16–18 kr. veiðigjaldi og fá svo 50–80 kr. fyrir. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Það getur ekki verið (Forseti hringir.) munur.