Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 90. fundur,  29. mars 2023.

Innheimtustofnun sveitarfélaga.

896. mál
[17:19]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Svo ég ítreki það, að þar sem ágreiningur var um fjárhæðina, sem reyndar hefur verið til umfjöllunar talsvert lengi, þá óskuðum við eftir því að sérstök kostnaðarumsögn sambandsins myndi fylgja frumvarpinu þegar það fór fyrir ríkisstjórn. Hún mun jafnframt fylgja frumvarpinu þegar það fer til nefndarinnar. Þegar ráðuneytið verður kallað fyrir nefndina, sem er algengast að nefndir geri í upphafi, verður gerð skýr grein fyrir því. Varðandi hvort það verklag sé nægilegt eða þarfnist skýringar þá get ég bara tekið undir með þingmanninum að mikilvægt er að fara yfir það, svo það sé á hreinu, en í þessu tilviki hefur verið kallað eftir kostnaðarmatinu frá sambandinu. Það fylgdi til ríkisstjórnar og mun fylgja til þingsins. Það er engin ástæða af okkar hálfu til að fela það.