143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

fyrirhugaðar refsiaðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga.

[15:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég held að enginn hafi komið með tillögur þess efnis varðandi þorskinn enda er það ekki tegund í útrýmingarhættu.

Það er mat mitt að það sem er að gerast núna á síðustu mánuðum varðandi afstöðu alþjóðasamfélagsins til hvalveiða geti þýtt að við séum að lenda í vaxandi deilu við einstök ríki og að almenningsálitið á Vesturlöndum sé okkur ekkert sérstaklega hliðhollt. Ég vil því nota tækifærið og hvetja hæstv. forsætisráðherra til að kynna sér tillögu mína og fleiri þingmann sem felur í sér mjög málefnalegt hagsmunamat á stöðu Íslands vegna hvalveiða og það verði á grundvelli slíks hagsmunamats sem við tökum þá ákvörðun hvort það sé þess virði að stefna samskiptum okkar við önnur ríki í hættu ef hagsmunirnir af hvalveiðum eru (Forseti hringir.) mun minni en ýmsir vilja láta í veðri vaka.