154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[13:52]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurning mín til hv. þingmanns er einföld: Hvaða skaði væri af því að við biðum þar til eftir páska með að klára þetta frumvarp og hlustuðum betur á þær athugasemdir og þær áhyggjur sem hafa komið fram? Af hverju þurfum við að flýta okkur svona mikið? Af hverju getum við ekki unnið hlutina aðeins betur?