Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:57]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Það hefur verið mikið í umræðunni um rammaáætlun að hún sé of umfangsmikil og við tökum of stórar ákvarðanir í einu og hafa meira að segja að margir innan minni hlutans, og almennt, talið rétt að rammaáætlun komi inn í minni áföngum. Ein af þeim ákvörðunum sem við tókum hér í þessu máli var að leggja til að hér eftir kæmi rammaáætlun í minni áföngum. Því var ákveðið líka í þessu ferli, til þess að ná utan um ferlið og ná að klára það, að við ætluðum ekki að fara að taka okkur í fang fyrri rammaáætlanir, það sem hefur samþykkt á Alþingi Íslendinga áður. Því var ákveðið að bæði Hvammsvirkjun og Hvalárvirkjun, sem er næsta tillaga sem verður hér, væru ekki til umfjöllunar núna, enda hefði Alþingi samþykkt það ferli áður. En ég vil þó geta þess að lög um verndar - og orkunýtingaráætlun gera ráð fyrir því að verkefnisstjórnin geti tekið aftur upp virkjunarkosti, sé til þess ástæða, og það er hnykkt á því í nefndaráliti okkar.