Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:00]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér býð ég stjórnarliðum aftur að vera samkvæmir sjálfum sér. Hvalárvirkjun á heima í biðflokki með nákvæmlega sömu rökum og Skrokkalda, sem stjórnarliðar leggja til að færa úr nýtingu í bið. Nákvæmlega sömu rökum, eiginlega sterkari. Skrokkalda er á miðhálendinu, að vísu nálægt Sprengisandsleið, en víðernin þar í kring eru notuð sem röksemd hjá stjórnarliðum til að færa hana í bið. Hér legg ég til að færa Hvalárvirkjun sem er á hálendi Vestfjarða, það eru víðerni sem þarf að verja. Það sem bætist ofan á það, sem gerir það enn faglegri niðurstöðu að færa þessa virkjun, er sú staðreynd að frá því að hún var fyrst flokkuð í orkunýtingarflokk hefur komið fram umhverfismat sem var neikvætt. Það var mjög neikvætt gagnvart þessari virkjun, þannig að það hníga öll rök að því að færa þessa virkjun úr nýtingu í bið til endurmats, alla vega ef fólk ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér.