151. löggjafarþing — 93. fundur,  11. maí 2021.

umferðarlög.

280. mál
[14:41]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Í gildandi umferðarlögum er hámarkshraði í göngugötum og vistgötum 10 km eða sem næst gönguhraða vegna þess að þannig tryggjum við öryggi óvarinna vegfarenda í þessum sameiginlegu rýmum gangandi fólks og bíla. Í frumvarpinu er lagt til að hækka þennan hraða úr 10 km í 15 km af þeim ástæðum einum, að því er virðist, að það er til aukins hagræðis fyrir ökumenn sem gætu átt á hættu að aka of hratt og fá sekt vegna þess, jafnvel ökuleyfissviptingu ef þeir keyra þeim mun hraðar. Þetta er öfug þróun á röngum forsendum og því er hér lagt til að fella brott þetta ákvæði frumvarpsins og standa með þeim 10 km hámarkshraða sem er í gildandi lögum.