150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

vernd uppljóstrara.

362. mál
[16:15]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Tilgangur minn hér sem framsögumaður þessa máls var einmitt, og ég hef rætt það við formann nefndarinnar, að óska eftir því að málið kæmi inn til nefndarinnar á milli umræðna og að á þann fund yrðu boðaðir fulltrúar Amnesty International og forsætisráðuneytis til að fara yfir þær athugasemdir sem Amnesty sendi okkur í dag og ég tel ástæðu til að skoða.