37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. febrúar 2013 kl. 09:34


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:34
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:11
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:34
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:34
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:34
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:34
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:34

ÞrB og TÞH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:34
Farið var yfir fundargerðir síðustu tveggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Íslenskir ríkisborgarar. Kl. 09:37
Skipuð var ný undirnefnd til þess að fara yfir umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt sbr. lög nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt. Undirnefndina skipa BjörgvS, ÞrB og ÞKG.

3) 196. mál - menningarstefna Kl. 09:40
Á símafundi voru Aðalsteinn Óskarsson og Jón Jónsson frá Fjórðungssambandi Vestfirða og Elísabet Haraldsdóttir frá Menningarráði Vesturlands. Fóru þau yfir tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) Önnur mál. Kl. 10:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:50