72. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 7. júní 2024 kl. 12:47


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 12:47
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 12:47
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 12:47
Elín Íris Fanndal (EÍF), kl. 12:47
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 12:47
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 12:47
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:47
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 12:47

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 13:00.

Diljá Mist Einarsdóttir vék af fundi kl. 15:15.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:47
Fundargerð 71. fundar var samþykkt.

2) 927. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. Kl. 12:47
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögu rita allir viðstaddir nefndarmenn.

3) Tilskipun (ESB) 2022/2556 frá 14. desember 2022 um breytingar á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB, 2011/61/ESB, 2013/36/ESB, 2014/59/ESB, 2014/65/ESB, (ESB) 2015/2366 og (ESB) 2016/2341 að því er varðar stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA tils Kl. 12:53
Tillaga um afgreiðslu málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir álitið rita allir viðstaddir nefndarmenn.

Samhliða var fjallað um dagskrárlið nr. 4.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2554 frá 14. desember 2022 um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar og um breytingar á reglugerðum (ESB) nr. 1060/2009, (ESB) nr. 648/2012, (ESB) nr. 600/2014, (ESB) nr. 909/2014 og (ESB) 2016/1011 (DORA re Kl. 12:53
Tillaga um afgreiðslu málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir álitið rita allir viðstaddir nefndarmenn.

Samhliða var fjallað um dagskrárlið nr. 3.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/2631 frá 22. nóvember 2023 um evrópsk græn skuldabréf og valkvæða upplýsingagjöf vegna skuldabréfa sem eru markaðssett sem umhverfislega sjálfbær og vegna skuldabréfa sem tengjast sjálfbærni. Kl. 12:55
Tillaga um afgreiðslu málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir álitið rita allir viðstaddir nefndarmenn.

Hlé var gert á fundi kl. 13:00-13:10.

6) 1130. mál - breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðrúnu Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Þá komu á fund nefndarinnar frá atvinnuteymi Grindavíkur Guðjón Bragason og Skarphéðinn Berg Steinarsson sem tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Jafnframt komu á fund nefndarinnar Benný Harðardóttir, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir, Arna Magnúsdóttir og Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir frá hópi forsvarsmanna fyrirtækja í Grindavík.

Þar að auki komu á fund nefndarinnar Hörður Guðbrandsson og Ragnar Þór Ingólfsson frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.

Því næst kom á fund nefndarinnar Heiðar Hrafn Eiríksson frá Ísfélagi Grindavíkur.

Loks komu á fund nefndarinnar Siguður Helgason frá Samtökum atvinnulífsins og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

7) Önnur mál Kl. 15:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:53